föstudagur, desember 24, 2004

Jæja það má segja að maður sé komin aftur í siðmenninguna, heim á Krók.
Það er sko enginn betri staður til að þessari jarðkringlu heldur en heima hjá pabba og mömmu á Sauðárkróki.
En allavega þar sem ég er komin í net sambandi þá fynnst mér það bara nokkuð þéttur leikur að blogga svolítið.
Ég er semsagt komin með íbúð á horninu á Grettisgötu og Barónstíg, þetta er gömul rakarastofa sem var breitt í íbúð. Mér líkar það bara alveg ágætlga að vera þarna, þetta er voða lítið en þröngt mega sáttir sitja. Af vinnuni er ekkert nema gott að frétta, ég er alveg að falla inní hópin sem er þarna og mér leiðist þessi vinna eiginlega bara ekki neitt. Þannig að núna er bara að bíða eftir að peningarnir byrji að flæða inn svo að ég geti byrjað að borga upp gamlar syndir.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com