fimmtudagur, október 07, 2004

Hey hey

Ég veit að ég sagðist ætla að koma með næsta blogg á mánudaginn var, en svona er lífið, það fer ekki allt eins og maður hefur planað. En allaveg þá er ég komin aftur til Köben, var semsagt í �rósum í næstum því viku.
Við fórum þangað á fimmtudaginn var, aðal ástæðan fyrir því að við vorum að fara þangað var nú sú að Susanne átti afmæli á föstudaginn og svo átti að fara heim á mánudeginum en þá var Chris boðið í afmæli hjá einni af fjölskildunum sem hún var að vinna með síðustu 3 sumur. Þar sem þetta eru allt �talir þá var mér bara boðið, �talir eru semsagt rosalega félagslindir og hafa ekkert á móti því að kynnast nýju fólki.
Þegar allt er tekið í reikninginn þá var þetta bara mjög fín ferð. Susanne og Sten eru yndislegt fólk, eitt gott dæmi. Susanne spurði mig hvað ég ættlaði að gera um jólin, ég sagði bara eins og er þá vonast ég nú til að geta farið heim um jólin, en ég meina það er aldrei að vita hvernig vinnu ég finn kannski þarf ég að vinna um jólin en allavega þá sagði Susanne :�If you don’t go home then I’m expecting you to come here for Christmas�. Jæja ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af því að vera sorglegasta manneskjan í Danmörku um jólin ef ég kemst ekki heim J
Annað sem mér finnst vert að minnast á. Ég fékk símhringingu frá Keseru. Kesera er semsagt deildarstjóri eða eitthvað svoleiðis í líffræði deildinni hjá Háskóla �slands. Hún var að athuga hvort að það væri ekki allt í lagi með mig, hvort að ég væri nokkuð veik eða eitthvað svoleiðis. Málið er að ég sótti um að fara sem Erasmus nemi til Spánar til að vera þar eitt ár að læra líffræði, en svo breytti ég umsókninni og ákvað að fara til �talíu þar sem það væri auðveldara af því að ég kann �tölsku, en þeir sem sjá um þetta hérna heima hafa gleymt að láta skólann sem ég sótti um að fara í vita þarna á Spáni. Ég semsagt fékk Erasmus styrkinn en ég ákvað að fara ekki af því að ég vildi ekki vera að fara í burtu strax, var ný búinn að koma mér fyrir í nýrri íbúð og var að byrja að eignast vini, en ég hefði hvort sem er ekki farið af því að prófin fóru ekki alveg eins og þau áttu að fara. Allavega þá hafði skólinn þarna á Spáni sambandi við Keseru af því að þeir bjuggust greinileg við mér,ÚPPS. Hún var semsagt að athuga hvað málið væri, ég sagði henni bara að ég hefði ákveðið að taka mér smá pásu frá skólanum. Hún óskaði mér bara góðs gengis og sagðist vona að ég myndi koma aftur í líffræði deildina.

Núna er ég byrjuð að leita að vinnu og mun ég láta ykkur vita hvernig það fer. Ég er ein heima núna Chris er í skólanum og ég fór í fyrstu innkaupa ferðina mína ein áðan, það gekk nú bara ágætlega. Ég er að vona að grunnskóla danskan mín nýtist mér eitthvað hérna en ég er að reyna að byggja upp smá orðaforða smá saman, þetta kemur allt með kalda vatninu.

0 vinir:

 
template by suckmylolly.com flower brushes by gvalkyrie.deviantart.com